Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 421. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 714  —  421. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 91/2008, um grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.



1. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða V í lögunum fellur brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði V til bráðabirgða við grunnskólalög, þar sem tekið er fram að samræmd könnunarpróf skv. 39. gr. laganna skulu í fyrsta sinn fara fram vorið 2009, falli brott. Ákvæði 39. gr. laganna miðast við að samræmd könnunarpróf fari fram að hausti eða svo tímanlega í 10. bekk að nemendur, kennarar og skólar hafi tíma til þess að bæta það sem ekki er ásættanlegt áður en grunnskólanámi lýkur. Af þessu fyrirkomulagi leiðir að lokaprófshlutverk prófanna í 10. bekk, sem m.a. er grundvöllur fyrir innritun í framhaldsskóla, mun hverfa eins og nánar er lýst í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 91/2008. Í þessu ljósi þykir ekki ástæða til þess að mæla sérstaklega fyrir um að samræmd próf skuli fara fram vorið 2009. Samkvæmt þessu munu því samræmd könnunarpróf fara fram í fyrsta sinn haustið 2009.