Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 552. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 939  —  552. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þjónustu dýralækna.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.



     1.      Að hve miklu leyti mun opinber þjónusta dýralækna úti á landi skerðast þegar störf héraðsdýralækna hjá Matvælastofnun verða lögð niður, sbr. boðaðar breytingar á ýmsum lögum vegna innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002?
     2.      Verða gerðar undanþágur á því að héraðsdýralæknir megi ekki sinna lækningum með fram opinberum eftirlitsstörfum?
     3.      Verða gerðar aðrar undanþágur vegna aðstæðna héraðsdýralækna á Íslandi?
     4.      Hvaða hlutverk munu landshlutasamtök hafa við greiningu og ráðgjöf á breyttri dýralæknaráðgjöf úti á landi?
     5.      Hvernig verður fámennum en víðfeðmum landsvæðum bætt upp skerðing á opinberri dýralæknaþjónustu eftir breytingarnar?