Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 253  —  182. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um vegarlagningu um Teigsskóg.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hvenær telur ráðherra að ný matsskýrsla vegna vegarlagningar um Teigsskóg (Vestfjarðaveg nr. 60) verði tilbúin?
     2.      Hvenær telur ráðherra að hægt verði að hefja umræddar framkvæmdir við Vestfjarðaveg ef niðurstöður matsskýrslunnar verða jákvæðar?
     3.      Verði niðurstöður matsskýrslunnar neikvæðar kemur þá til greina að skipta verkinu upp þannig að sá vegarkafli sem sátt ríkir um verði boðinn út strax, þ.e. þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar?
     4.      Er fjármagn til framkvæmdarinnar eyrnamerkt eins og verið hefur undanfarin ár?