Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 408  —  296. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um stefnu í íþróttamálum og stuðning við keppnis- og afreksíþróttir.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður endurskoðun á stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum sem birt var í september 2011 og gilti á árabilinu 2010–2015?
     2.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að gera sérsamböndum fjárhagslega auðveldara að halda úti landsliðum og taka þátt í alþjóðastarfi sem fulltrúar Íslands líkt og kveðið er á um í fyrrgreindri stefnumótun?
     3.      Hvert var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs og ferðasjóðs ÍSÍ á árunum 2007–2016, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hverjir voru styrkir úr afrekssjóði ÍSÍ á árunum 2007–2016? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sérsamböndum.
     5.      Hvernig skiptust framlög úr afrekssjóði ÍSÍ á árunum 2007–2016 milli fólks sem hefur íþrótt sína að meginatvinnu og áhugamanna? Svar óskast sundurliðað eftir árum, kynjum og sérsamböndum.
     6.      Hverjir voru styrkir úr ferðasjóði ÍSÍ á tímabilinu 2007–2016? Svar óskast sundurliðað eftir árum, íþróttafélögum, íþróttagreinum og kynjum.
     7.      Á hvað leggur ráðuneytið áherslu í nýjum reglum afrekssjóðs ÍSÍ sem unnið er að í tengslum við aukið framlag ríkisins til sjóðsins?


Skriflegt svar óskast.