Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1986  —  521. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


    5. gr. orðist svo:
    Á eftir 6. málsl. 6. mgr. 12. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Óheimilt er að framselja eða leigja aflahlutdeild í grásleppu. Ef útgerð viðkomandi skips ætlar ekki að nýta aflahlutdeild skal aflahlutdeild skipsins endurúthlutað til annars skips.

Greinargerð.

    Lagt er til að banna framsal á grásleppu. Einnig er lagt til að endurúthluta skuli aflahlutdeild þeirra skipa sem ekki nýta aflahlutdeild sína.