Samantekt um þingmál

Umferðarlög

400. mál á 154. löggjafarþingi.
Innviðaráðherra.

Markmið

Að innleiða EES-gerðir er varða umhverfisáhrif, markaðseftirlit og öryggi ökutækja.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að innleiða EES-gerðir sem varða koltvísýringslosun ákveðinna ökutækja, skýrslugjöf þar um, gerð og búnað ökutækja, markaðseftirlit, aksturs- og hvíldartíma ökumanna, endurmenntun atvinnubílstjóra o.fl.

Breytingar á lögum og tengd mál

Umferðarlög, nr. 77/2019.
  • Endurflutt: Umferðarlög, 589. mál (innviðaráðherra) á 153. þingi (16.12.2022)
  • Skylt mál: Umferðarlög, 923. mál (innviðaráðherra) á 154. þingi (27.03.2024)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 frá 28. júní 2018 um vöktun og skýrslugjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra þungra ökutækja.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr.  595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2018/956 og tilskipun ráðsins  96/53/EB.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr.  715/2007 og (EB) nr.  595/2009 og niðurfellingu tilskipunar  2007/46/EB.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr.  561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð (ESB) nr.  165/2014 að því er varðar staðarákvörðun með aðstoð ökurita.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun  2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins  2006/126/EB um ökuskírteini.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)  2022/1280 frá 18. júlí 2022 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir, í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, varðandi skjöl fyrir ökumenn sem gefin eru út í Úkraínu í samræmi við löggjöf landsins.


Síðast breytt 30.11.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.