Samantekt um þingmál

Almennar sanngirnisbætur

449. mál á 154. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að einstaklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum, geti sótt um að fá bætur og þar með viðurkenningu á misgjörðunum. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að sett verði umgjörð um greiðslu bóta til einstaklinga sem hafa orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi vegna háttsemi opinberra aðila eða einkaaðila sem valdið hefur þeim varanlegum skaða sem ekki fæst bættur á annan hátt.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu sanngirnisbóta aukast en enn er ekki hægt að leggja mat á umfang þess kostnaðar. Þó má búast við að ekki verði í sama mæli þörf á stórum, tímafrekum og fjárhagslega dýrum rannsóknum varðandi tiltekna hópa og að þar með verði kostnaður í lágmarki.

Aðrar upplýsingar

Noregur
Lov om erstatning fra staten til voldsutsatte (voldserstatningsloven)  LOV-2022-06-17-57.

Kontoret for voldsoffererstatning. Norsk ríkisstofnun sem tekur við umsóknum frá einstaklingum um bætur fyrir tjón eða óhagræði sem þeir hafa orðið fyrir og sem ekki er hægt að fá bætt á annan hátt.


Síðast breytt 28.11.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.