Samantekt um þingmál

Áfengislög

134. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að gera núgildandi bann við áfengisauglýsingum bæði skýrara og skilvirkara.

Helstu breytingar og nýjungar

Gildissvið banns við áfengisauglýsingum er gert víðtækara. Lagt er til að í stað þess að bannið gildi einungis um auglýsingar nái það jafnframt til annarra viðskiptaorðsendinga og til markaðssetningar á áfengi og einstökum áfengistegundum. Lagt er til að eftirlit með banni við áfengisauglýsingum verði fært úr höndum lögreglu til Neytendastofu sem verði jafnframt gert kleift að ljúka málum með stjórnvaldssekt.

Breytingar á lögum og tengd mál

Áfengislög nr. 75/1998.

Fjórum sinnum hefur verið flutt frumvarp þar sem lagt var til að auglýsingar á áfengi yrðu gefnar frjálsar með ítarlegum, nákvæmum og ótvíræðum undantekningum. Sigurður Kári Kristjánsson (SKK) var fyrsti flutningsmaður.

Ögmundur Jónasson (ÖJ) hefur sex sinnum verið fyrsti flutningsmaður að frumvarpi sem miðaði að því að framleiðendur og dreifingaraðilar geti ekki farið í kringum bann á áfengisauglýsingum. 

  • Endurflutt: áfengislög, 136. mál (innanríkisráðherra) á 140. þingi (18.10.2011)
  • Endurflutt: áfengislög, 705. mál (innanríkisráðherra) á 139. þingi (31.03.2011)
  • Skylt mál: áfengislög, 47. mál (SKK) á 136. þingi (16.10.2008)
  • Skylt mál: áfengislög, 293. mál (ÖJ) á 138. þingi (02.12.2009)

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Í umsögnum kemur meðal annars fram að Félag atvinnurekenda telur að leyfa beri  áfengisauglýsingar með skýrum takmörkunum. Fjölmiðlanefnd og mennta- og menningarmálaráðuneytið benda á skörun á verksviði Neytendastofu og fjölmiðlanefndar og að efnislegur munur sé á ákvæðunum um áfengisauglýsingar í áfengislögum og lögum um fjölmiðla nr. 38/2011.

Afgreiðsla

Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Aðrar upplýsingar

Heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar: skýrsla starfshóps á vegum fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið, 2010.

Dómur Hæstaréttar 14. júní 2007 í máli nr. 599/2006 um hvort bann við auglýsingum á áfengi skv. 20. gr. bryti gegn skuldbindingum íslenska ríkisins skv. EES-samningnum um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti.

Lög á Norðurlöndunum

Noregur
Lov om omsetning av alkoholholdig drikk m.v. (alkoholloven) LOV-1989-06-02-27 (Kafli 9).

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om markedsføring LBK nr 58 af 20/01/2012
Bekendtgørelse af lov om forbud mod salg af tobak til personer under 18 år og salg af alkohol til personer under 16 år LBK nr 1020 af 21/10/2008

Svíþjóð
Alkohollag (2010:1622) (7. kafli).

Finnland
Alkohollag 8.12.1994/1143 (5. kafli).

Fjölmiðlaumfjöllun

Neytendastofa fylgist með áfengisauglýsingum. Mbl.is 31.3.2011.
Herða lög gegn áfengisauglýsingum. Allt að tíu milljóna króna sektir. Eyjan 2.4.2011.
Brýnt að koma sér saman um markmið [viðtal]. Morgunblaðið 31.5.2011.
Guðmundur Andri Thorsson. Svo skal böl bæta… Fréttablaðið 6.6.2011.
Hildur Sverrisdóttir. Íslenskt, nei takkFréttablaðið 1.12.2011.
Árni Guðmundsson. Verndum æskuna – Já takk. Fréttablaðið 3.12.2011.



Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.