Samantekt um þingmál

Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

48. mál á 142. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að gera nokkrar breytingar á núgildandi lögum, einkum til að koma í veg fyrir aukin útgjöld ríkissjóðs.

Helstu breytingar og nýjungar

Aðalbreytingin felst í því að framlengja um eitt ár heimild til að reka lífeyrissjóðina með meira en 10% halla en ef lögum verður ekki breytt fyrir 1. október þarf hið opinbera að hækka iðgjöld í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Aðrar breytingar felast meðal annars í því að lífeyrissjóðir fá heimild til að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ákvæðin í 1.–11. gr. og í 13. og 14. gr. voru upphaflega í frumvörpum sem lögð voru fram á 141. löggjafarþingi, 469. og 625. máli, en náðu ekki fram að ganga.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki fyrirsjánleg áhrif á fjárhag ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Engar umsagnir bárust

Afgreiðsla

Samþykkt með minniháttar breytingum en þeirri helst að lífeyrissjóðir fá ekki heimild til að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við að sjóðfélagi fari í endurhæfingu.


Síðast breytt 20.09.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.