Samantekt um þingmál

Almenn hegningarlög

109. mál á 143. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa og koma til móts við alþjóðlegar skuldbindingar á grundvelli viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot. 

Helstu breytingar og nýjungar

Refsivert verður að mismuna einstaklingum á grundvelli kynvitundar í atvinnurekstri og þjónustustarfsemi. Einnig verður refsivert að breiða út ummæli eða tjá sig á annan hátt um hóp manna á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Skyld löggjöf: Lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Í flestum umsögnum var lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Fram komu ábendingar um að bæta við kyni eða kynferði í upptalningu á þeim þáttum sem njóta refsiverndar.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja um aðferðir til að berjast gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Recommendation CM/Rec(2010)5.
Ályktun þings Evrópuráðsins um mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar. Resolution 1728 (2010).
Samningur Evrópuráðsins um tölvubrot.  CETS 185.
Viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot  CETS 189.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven LBK nr 1028 af 22/08/2013.
Bekendtgørelse af lov om forbud mod forskelsbehandling på grund af race m.v. LBK nr 626 af 29/09/1987.

Noregur
Almindelig borgerlig Straffelov  LOV-1902-05-22-10.
135. gr. a.

Svíþjóð
Brottsbalk ( 1962:700)
Sjá einkum 16. kafla.

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá 11. kafla, 10. og 11. gr.

Fjölmiðlaumfjöllun



Síðast breytt 03.02.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.