Samantekt um þingmál

Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

176. mál á 143. löggjafarþingi.
Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið

Að bregðast við athugasemdum EFTA um innleiðingu á tilskipun 2006/54/EB, um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar atvinnu og störf. Einnig eru lagðar til breytingar sem varða lögfestingu á tilskipun Evrópusambandsins 2004/113 EB, um bann við mismunun í tengslum við kaup á vöru og þjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar

Óheimilt verður að mismuna fólki vegna kyns við ákvörðun bóta og iðgjalda vegna kostnaðar sem tengist meðgöngu og fæðingu og vegna vátryggingasamninga.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru almennt jákvæðar en flestar athugasemdir lutu að 5. gr. frumvarpsins um bann við mismunun í tengslum við vörukaup og þjónustu.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minniháttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópusambandsins 2004/113/EB, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/54/EB, frá 5. júlí 2006, um framkvæmd meginreglunnar um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar atvinnu og störf.

Fjölmiðlaumfjöllun

  Líkamsræktarstöðvar fyrir konur ólöglegar. Morgunblaðið 12.12.2013.


Síðast breytt 20.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.