Samantekt um þingmál

Vopnalög

673. mál á 144. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Innleiðing tveggja Evróputilskipana sem varða öryggi skotelda.

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið varðar fyrst og fremst innflytjendur og söluaðila skotelda. Lagðir eru til öryggisstaðlar sem skoteldar verða að uppfylla til þess að verða settir á markað. Lagt er til að sett verði ákvæði um CE-samræmismerkingu, ábyrgð framleiðenda og innflytjenda, gerðarviðurkenningu og markaðseftirlit. Komið verður á kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Verði frumvarpið að lögum hefur það ekki teljandi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Í umsögnum gerði Mannvirkjastofnun meðal annars athugasemdir við tillögur um fyrirkomulag markaðseftirlits með skoteldum og lagði til að því yrði komið fyrir hjá stofnun sem hefur fagþekkingu á málefninu. Neytendastofa benti á að eftirlitið geti ekki talist rúmast innan þeirra verkefna sem stofnunin sinnir þegar.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar




Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.