Samantekt um þingmál

Gjaldeyrismál

826. mál á 145. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að auka frelsi fyrirtækja og einstaklinga til gjaldeyrisviðskipta.

Helstu breytingar og nýjungar

Heimildir til gjaldeyrisviðskipta eru rýmkaðar og heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar eru efldar. Bankinn hefur auk þess heimild til að stöðva viðskipti. Breytingarnar snúa einkum að vöru- og þjónustuviðskiptum en hvað almenning varðar er rýmkað um kaup á gjaldeyri vegna ferðalaga og fjármagnsflutningar milli landa, til dæmis vegna námslána, lífeyris, íbúðakaupa og þess háttar, verða auðveldaðir.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyt­a á lög­um um gjald­eyr­is­mál nr. 87/1992 en auk þess eru gerðar lítilsháttar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 (29. gr.) og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum nr. 37/2016 (3. gr.).
  • Skylt mál: Gjaldeyrismál o.fl., 810. mál (fjármála- og efnahagsráðherra) á 145. þingi (02.06.2016)

Kostnaður og tekjur

Hefur óveruleg áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum sem eiga að auka skýrleika laganna og auðvelda framkvæmd þeirra.

Aðrar upplýsingar

Aukið frelsi - losun fjármagnshafta. Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytis 16. ágúst 2016.


Síðast breytt 12.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.