Samantekt um þingmál

Atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa

813. mál á 150. löggjafarþingi.
Félags- og barnamálaráðherra.

Markmið

Að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt þrátt fyrir tímabundnar þrengingar á vinnumarkaði. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að framlengd verði heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til launamanna samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda sem og heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi einstaklinga vegna verulegs samdráttar í rekstri.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
Lög um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að fjöldi einstaklinga, sem sækja mun um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli á gildistíma frumvarpsins, verði á bilinu 20-25 þúsund og áætlaður kostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við lengingu úrræðisins er því frá 12,9 milljörðum kr. til 16,1 milljarðs kr. 

Afgreiðsla

Samþykkt með allnokkrum breytingum, m.a. þeirri að vinnuveitandi skal staðfesta að hann hafi staðið skil á skattframtali og fylgigögnum þess, þ.m.t. skýrslu um eignarhald á CFC-félagi og öðrum skýrslum og skilagreinum, s.s. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum, til Skattsins sl. þrjú ár áður en umsókn barst eða síðan hann hóf starfsemi ef það var síðar. Að auki skal vinnuveitandi, eftir því sem við á og á sama tímabili, hafa staðið skil á ársreikningum og upplýst um raunverulega eigendur.

Aðrar upplýsingar

Framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðningur við fyrirtæki--tillögur ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru 28. apríl 2020.


Síðast breytt 02.06.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.