Samantekt um þingmál

Mannvirki

17. mál á 151. löggjafarþingi.
Félags- og barnamálaráðherra.

Markmið

Að draga úr sóun, efla og einfalda eftirlit sem og að einfalda regluverk byggingarframkvæmda. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til lagabreytingar til samræmis við tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Lagt er til að ráðherra skuli í reglugerð flokka mannvirki eftir stærð, vandastigi, fyrirhugaðri notkun og samfélagslegu mikilvægi með það að markmiði að hægt sé að aðlaga umsóknarferli og eftirlit að umfangi framkvæmda. Þá er hnykkt á því að rafræn skil á hönnunargögnum og rafrænar undirskriftir og samþykki vegna umsóknarferlis og skila á gögnum vegna mannvirkjagerðar verði að meginreglu. Loks er lagt til að krafa um faggildingu fyrir byggingarfulltrúaembætti sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skv. 19. gr. laganna verði felld brott.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um mannvirki, nr. 160/2010.
Lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.
  • Endurflutt: Mannvirki, 943. mál (félags- og barnamálaráðherra) á 150. þingi (23.06.2020)

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að áhrif á ríkissjóð verði óveruleg.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar orðalagsbreytingum til að auka skýrleika.

Aðrar upplýsingar

Átakshópur leggur til 40 aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, 22. janúar 2019.

Fyrstu skref að betri byggingamarkaði. Byggingavettvangurinn, 11. nóvember 2019.


Síðast breytt 08.12.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.