24.1.2024

Breytingar á starfsáætlun

Forsætisnefnd hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á starfsáætlun Alþingis vegna forsetakosninganna 1. júní nk. og tilkynnti forseti Alþingis um breytingarnar á þingfundi 22. janúar.

Breytingarnar eru eftirfarandi: 16. og 17. maí verða þingfundadagar í stað nefndadaga. Dagana 21. til og með 23. maí verða nefndadagar í stað þingfundadaga en nefndadagur sem vera átti 24. maí fellur niður. Í vikunni 27.–31. maí verða hvorki þingfundir né nefndafundir. Eldhúsdagsumræður sem áttu samkvæmt starfsáætlun að vera 5. júní frestast um eina viku og verða þess í stað 12. júní, en 5. júní verður venjulegur þingfundadagur. Í vikunni 10.–14. júní verða þingfundir og er þingfrestun samkvæmt uppfærðri starfsáætlun áætluð 14. júní.

Uppfærð starfsáætlun 154. löggjafarþings 2023–2024 (með breytingum samþykktum í janúar 2024)