8.9.2023

Setning Alþingis þriðjudaginn 12. september 2023

Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara sér um tónlistarflutning við þingsetninguna.

Hlé verður gert á þingsetningarfundi til kl. 15:30 og þá verða flutt minningarorð, hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 útbýtt.

Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 fimmtudaginn 14. september.

ProsessiaGengið úr kirkju í Alþingishús á þingsetningardegi 13. september 2022.