19.12.2023

Tölfræði 154. löggjafarþings, fram að jólahléi

Þingfundum 154. löggjafarþings var frestað 16. desember 2023. Þingið var að störfum frá 12. september til 16. desember 2023.

Þingfundir voru samtals 55 og stóðu í rúmar 247 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 24 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klst. og 7 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2024 en hún stóð samtals í 35 klst. og 43 mín.

Þingfundadagar voru alls 46.

Af 160 frumvörpum hafa nú alls 24 orðið að lögum og 136 eru enn óútrædd.

Af 139 þingsályktunartillögum voru sjö samþykktar, 129 eru óútræddar og þrjár voru afturkallaðar.

Fimm skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 16 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af 15 til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Sjö munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 266. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 30 og hefur níu verið svarað. 236 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og hefur 119 þeirra svarað, en ein var kölluð aftur. 116 biðu svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 586 og tala prentaðra þingskjala var 858.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 129.

Sérstakar umræður voru 12.

Samtals höfðu verið haldnir 210 fundir í fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.

Opnir nefndafundir voru fjórir.