25.9.2023

Uppfærð sniðmát stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna á vef Alþingis

Sniðmát stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna hafa verið uppfærð á vef Alþingis í samvinnu við skrifstofu löggjafarmála í dómsmálaráðuneytinu.

Við gerð þingmála, s.s. frumvarpa og þingsályktunartillagna, ber að nota sniðmát. Í þeim eru stílar fyrir meginmál, mismunandi gerðir fyrirsagna og tölu- og stafliði til að auðvelda uppsetningu.

Þeim sem nýta sér sniðmátin er bent á að vefslóð síðunnar (urli) hefur verið breytt og því er mælt er með að merkja síðuna í flýtileið /bókamerki.

Þá hafa almennar leiðbeiningar um skjalagerð þingmála (áður skjalavinnsla) einnig verið uppfærðar á síðunni ásamt leiðbeiningum um sniðmát og stíla fyrir þingskjöl sem mikilvægt er að kynna sér og nýta við gerð þingmála.