Tilkynningar

Ferð umhverfis- og samgöngunefndar til Þingvalla

11.9.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd fer til Þingvalla mánudaginn 11. september. Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tekur á móti nefndinni og fer yfir áskoranir sumarsins. Þá mun nefndin eiga fund um áhrif ferðaþjónustunnar á náttúru og umhverfi með fulltrúum Gullna hringborðsins, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Að lokum verður farið að Gullfossi og Geysi og fær nefndin þar leiðsögn um svæðið frá fulltrúum Umhverfisstofnunar.


Fyrir hönd nefndarinnar taka þátt í ferðinni Vilhjálmur Árnason formaður, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Jakob Frímann Magnússon.

Ferd-umhverfis-og-samgongunefndar-til-Thingvalla-2023-09-11Fulltrúar úr umhverfis- og samgöngunefnd við gestastofu þjóðgarðsins.