Tilkynningar

Flaggað við Skála á degi Norðurlandanna

23.3.2023

23. mars er dagur Norðurlandanna en þann dag árið 1962 var Helsingfors-sáttmálinn undirritaður. Sáttmálinn er hornsteinn samstarfs ríkjanna sem kristallast í Norðurlandaráði.

Af þessu tilefni er fánum Norðurlandanna flaggað við inngang Skála Alþingis og áttu forsetar norrænu þjóðþinganna fjarfund fyrr í dag. Forseti Norðurlandaráðs, Norðmaðurinn Jorodd Asphjell, var sérstakur gestur fundarins og gerði grein fyrir áherslum Noregs í norrænni samvinnu en Norðurlandaráðsþing verður haldið í Ósló á haustdögum.

Dagur-Nordurlandanna-2023-03-23

Fánum Norðurlandanna flaggað við inngang Skála á degi Norðurlanda 23. mars 2023.