Tilkynningar

Fundur velferðarnefndar mánudaginn 25. mars opinn fjölmiðlum

21.3.2019

Fundur velferðarnefndar Alþingis mánudaginn 25. mars kl. 9:30 verður opinn fjölmiðlum. Fundarefnið er ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar og útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra mun koma á fund nefndarinnar.

Athygli er vakin á því að bannað er að streyma beint af fundinum, sem og að koma fyrir hljóðnemum á borðum nefndarmanna og gesta.

Opinn fundur hjá velferðarnefnd um barnaverndarmál