Tilkynningar

Laust starf sérfræðings á mannauðs- og þróunarsviði

7.2.2024

Skrifstofa Alþingis leitar að skipulögðum og vandvirkum sérfræðingi til starfa á mannauðs- og þróunarsviði. Í starfinu felst m.a. umsjón með launabókhaldi auk fjölbreyttra verkefna á sviði mannauðs-, skjala- og gæðamála.

Á sviðinu starfar öflugt teymi að margvíslegum verkefnum í samstarfi við starfsfólk skrifstofunnar. Teymið er starfsfólki og stjórnendum til stuðnings og ráðgjafar og gætir hagsmuna starfsfólks og öryggis auk þess að styðja við heilbrigða vinnustaðamenningu og þróun hennar. Þá heyra kjara- og mannauðsmál, skjalastjórn og gæðamál undir sviðið þ.m.t. jafnréttis-, starfsþróunar- og velferðarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og eftirlit með launavinnslu, mannauðskerfum og kjaramálum starfsfólks
  • Greiningarvinna, skýrsluvinnsla og úrvinnsla gagna
  • Samskipti við starfsfólk, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks og stjórnenda
  • Þátttaka í öðrum verkefnum sviðsins

Hæfniskröfur

  • Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð þekking og reynsla af launakerfi Orra og Vinnustund
  • Þekking á kjara- og mannauðsmálum
  • Þekking á skjalavinnslu og gæðakerfum er kostur
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Greiningarhæfni og færni í Excel
  • Góð íslenskufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.
Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á þverfaglegt samstarf milli eininga og starfar í samræmi við betri vinnutíma hjá hinu opinbera. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni en nánari upplýsingar má finna á vef Alþingis.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 19.02.2024.

Nánari upplýsingar veitir

Saga Steinþórsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og þróunarsviðs – sagas@althingi.is – 563-0500

Sækja um starf