Tilkynningar

Nefndadagar 16.–19. janúar

11.1.2023

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis dagana 16.–19. janúar og funda nefndir þingsins þá allan daginn. Fundartíma er úthlutað til nefnda en endanlegar tímasetningar funda og dagskrár birtast á vef þingsins.

Vakin er athygli á því að á mánudaginn 16. janúar geta nefndir fundað eftir hádegi sé ekki skörun við fund forsætisnefndar. Þá er gert ráð fyrir því miðvikudaginn 18. janúar og fimmtudaginn 19. janúar að sömu nefndir fundi fyrir og eftir hádegi sitthvorn daginn. Auk þess gefst nefndum rými til aukafunda föstudaginn 20. janúar ef þörf er á.

Mánudagur 16. janúar

  • kl. 9–11: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd
  • kl. 11–16: Forsætisnefnd

Þriðjudagur 17. janúar

  • kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd
  • kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd

Miðvikudagur 18. janúar

  • kl. 9–11: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd
  • kl. 11–12: Fundatími alþjóðanefnda
  • kl. 13–15: Þingflokksfundir
  • kl. 15–17: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd

Fimmtudagur 19. janúar

  • kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd
  • kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd