Tilkynningar

Nefndadagar 16. og 17. mars

7.3.2022

Miðvikudaginn 16. mars og fimmtudaginn 17. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis
Þá funda nefndir allan daginn. Við ákvörðun um fundartíma nefnda er m.a. litið til verkefnastöðu en jafnframt er reynt að tryggja nefndum sem sambærilegastan fundartíma.

Miðvikudagur 16. mars

  • 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • 13–15: Þingflokksfundir
  • 15–17: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Fimmtudagur 17. mars

  • 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd


Endanlegir fundartímar og dagskrár funda birtast venju samkvæmt á vef Alþingis.