Tilkynningar

Opinn fundur um Vaðlaheiðargöng í samgöngunefnd 25. mars

24.3.2011

Opinn fundur verður haldinn í samgöngunefnd Alþingis föstudaginn 25. mars 2011 kl. 13.30. Rætt verður um Vaðlaheiðargöng.

Gestir fundarins eru Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.