Tilkynningar

Opinn fundur allsherjarnefndar 29. nóvember um skýrslu umboðsmanns Alþingis vegna starfsársins 2009

29.11.2010

Opinn fundur var haldinn í allsherjarnefnd Alþingis í morgun. Rætt var um skýrslu umboðsmanns Alþingis vegna starfsársins 2009. Gestir fundarins voru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Róbert R. Spanó prófessor, forseti lagadeildar Háskóla Íslands.

Fundurinn var haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og var opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi.

Fundurinn var sendur beint út á vef Alþingis og eru nú aðgengilegar hljóð- og myndupptökur á vefsíðu allsherjarnefndar. Fundurinn var jafnframt sendur út á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.