Tilkynningar

Fundur þingmannanefndar EES

14.11.2007

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar í Evrópuþinginu í Strassborg 14. til 15. nóv. Helstu málefni fundarins eru stefnumótun ESB á sviði sjávar og siglinga, orku- og loftslagsmál, og þróun og framtíðarhorfur EES-samningsins. Ísland fer í ár með forustu í þingmannastarfi EES og er Katrín Júlíusdóttir formaður þingmannanefndarinnar. Auk Katrínar sækja fundinn af hálfu Alþingis Bjarni Benediktsson, Árni Þór Sigurðsson og Arnbjörg Sveinsdóttir.