Tilkynningar

Upptaka af opnum fundi í allsherjar- og menntamálanefnd með innanríkisráðherra 18. október

18.10.2012

Opinn fundur verður haldinn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fimmtudaginn 18. október kl. 8.30-10.00.

Gestur fundarins er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ráðherrann kynnti þingmálaskrá skv. 3. mgr. 47. gr. laga um þingsköp, þ.e. þau mál sem hann hyggst leggja fram á þinginu.

Hljóð- og myndupptökur af opnum fundum fastanefnda eru á vefsíðum nefndanna og á vefsíðu með upptökum af öllum opnum nefndarfundum.

Bein útsending var frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn var haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.