Tilkynningar

Ferð atvinnuveganefndar Alþingis um Suðurland 19.-20. september 2012

19.9.2012

Atvinnuveganefnd Alþingis ferðast um Suðurland 19.-20. september 2012 og kynnir sér málefni atvinnuvega á svæðinu. Meðal þess sem nefndarmenn munu kynna sér eru virkjanakostir jarðvarma og vatnsafls, skógrækt og garðyrkja.

Nefndarmenn munu meðal annars eiga fundi með Samtökum garðyrkjubænda, sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sveitarstjórn Skaftárhrepps, fulltrúum orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtökum.

Nefndarmenn munu meðal annars skoða Hellisheiðarvirkjun, skógrækt í Gljúfri í Ölfusi, garðyrkjustöðvar í Reykholti og á Flúðum, bændaskógrækt í Bláskógabyggð og Þjórsárstofu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Einnig mun nefndin ferðast um Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu.