Tilkynningar

Opinn fjarfundur umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 1. febrúar um málefni kísilvers í Helguvík

27.1.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 1. febrúar kl. 9:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um málefni kísilvers í Helguvík.

Gestir fundarins verða:

  • Kl. 9:00: Friðjón Einarsson frá Reykjanesbæ, Kristján Þór Magnússon og Gaukur Hjartarson frá Norðurþingi og Margrét S. Þórólfsdóttir, Þórólfur J. Dagsson og Einar Már Atlason frá Andstæðingum stóriðju í Helguvík.
  • Kl. 10:00: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Egill Þórarinsson frá Skipulagsstofnun og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson og Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun.
  • Kl. 10:40: Ólafur Hrafn Höskuldsson og Þórður Ólafur Þórðarson frá Arion banka.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.