Tilkynningar

Opinn fjarfundur velferðarnefndar miðvikudaginn 29. desember um bólusetningu barna

28.12.2021

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 29. desember kl. 10:00. Tilefnið er umfjöllun nefndarinnar um bólusetningu 5–11 ára barna gegn Covid-19.

Gestir fundarins verða: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir frá embætti landlæknis, Sigríður Dóra Magnúsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður Kári Árnason, Ásthildur Knútsdóttir og Milla Ósk Magnúsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.