Tilkynningar

Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd fimmtudaginn 30. nóvember

29.11.2023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 30. nóvember í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:10.

Fundarefnið er staða íslenskrar tungu.

Gestir fundarins verða: Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og sérfræðingarnir Hallgrímur J. Ámundason, Kristrún Heiða Hauksdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.