Tilkynningar

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar

15.2.2019

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 21. febrúar kl. 9.00–10.00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2018. Gestir verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.

Efnahags- og viðskiptanefnd í mars 2018