Tilkynningar

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mánudaginn 5. desember

2.12.2022

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 5. desember í húsnæðis nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:30 og stendur til 11:00.

Fundarefnið er skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Gestir fundarins verða Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.