Tilkynningar

Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd fimmtudaginn 13. október kl. 8:30

12.10.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 13. október í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er markmið í loftslagsmálum.

Gestir fundarins verða:

  • Kl. 8:30: Frá Loftslagsráði: Halldór Þorgeirsson formaður
  • Kl. 9:00: Frá Landvernd: Tryggvi Felixson formaður, frá Náttúruverndarsamtökum Íslands: Árni Finnsson, formaður stjórnar, og frá Ungum umhverfissinnum: Tinna Hallgrímsdóttir forseti
  • Kl. 9:30: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu loftlagsmála, og Helga Barðadóttir, sérfræðingur á skrifstofu loftslagsmála


Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.  

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

© Bragi Þór Jósefsson