Tilkynningar

Opinn fjarfundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mánudaginn 30. ágúst

23.8.2021

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fjarfund mánudaginn 30. ágúst kl. 10–12.  Fundarefnið er verklag nefndar um eftirlit með lögreglu.

Gestir fundarins verða Stefán Örn Arnarsson frá Landssambandi lögreglumanna, Helgi Valberg Jensson frá Ríkislögreglustjóra, Helga Sigríður Þórhallsdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd, Skúli Þór Gunnsteinsson, Kristín Edwald, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Margrét Lilja Hjaltadóttir frá nefnd um eftirlit með lögreglu.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.