Tilkynningar

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar miðvikudaginn 9. febrúar um samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimana

8.2.2022

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 9. febrúar í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefni er samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2 veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020. Gestur fundarins verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ásamt henni mætir Sigurður Örn Guðleifsson lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.

Athugið að gestir fundarins verða ekki á staðnum heldur taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir. Af sóttvarnaástæðum geta gestir þó ekki verið í sama fundarherbergi og nefndarmenn á meðan fundurinn fer fram en geta fylgst með útsendingu fundarins í öðru rými.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.