Tilkynningar

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir bókara

4.11.2022

Við leitum að jákvæðum einstaklingi í öflugt teymi sérfræðinga á fjármálaskrifstofu. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi.
Hlutverk fjármálaskrifstofu er umsjón með fjárhagsbókhaldi og fjárreiðum Alþingis og minni stofnana á vegum þingsins, launabókhaldi þingmanna og öðrum kostnaði, ferðabókunum, uppgjöri á ferðakostnaði innan lands og utan, ásamt umsjón með eignaskrá. Þá veitir skrifstofan þingmönnum upplýsingar um starfskjör og önnur réttindi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Færsla bókhalds og afstemmingar
  • Samskipti við lánardrottna og samþykktaraðila
  • Umsjón með eignaskráningu
  • Umsjón með grænu bókhaldi
  • Þátttaka í þróun bókhaldskerfa stofnunarinnar
  • Önnur bókhaldstengd verkefni

Hæfniskröfur

  • Starfsréttindi sem viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Marktæk starfsreynsla á sviði bókhalds
  • Reynsla af bókhaldskerfinu Navision er æskileg
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta, þ.m.t. í Excel
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og nákvæmni
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem forseti Alþingis og Félag starfsmanna Alþingis hafa gert.
Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína til starfsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari.

Gildi skrifstofu Alþingis eru framsækni, virðing og fagmennska.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2022.

Nánari upplýsingar veitir

Guðlaug Íris Þráinsdóttir, deildarstjóri fjármálaskrifstofu – gudlaugth@althingi.is – 563-0500

Sækja um starf