Tilkynningar

Streymt frá fjarfundi í velferðarnefnd 4. nóvember

30.10.2020

Velferðarnefnd heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 4. nóvember kl. 9:00. Tilefni fundarins er það að Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Gestir fundarins verða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar Landspítala, Alma D. Möller landlæknir, Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifstofustjóri og Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.