Tilkynningar

Tólf gefa kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda

25.4.2022

Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda. Það eru: Ásgeir Brynjar Torfason, PhD í reikningsskilum, Birgir Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Davíð Ólafur Ingimarsson, stjórnsýslufræðingur, Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur , Guðmundur Björgvin Helgason, stjórnmálafræðingur, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi, Jón Arnar Baldurs, löggiltur endurskoðandi, Jón H. Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, Jón Magnússon, viðskiptafræðingur, Kristrún Helga Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Páll Grétar Steingrímsson, löggiltur endurskoðandi og Sigurður H. Helgason, stjórnsýslufræðingur.

Undirnefnd forsætisnefndar, sem skipa Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og formaður undirnefndar, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, hefur gengið frá skipan ráðgjafarnefndar. Ráðgjafarnefndin verður undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið, en ríkisendurskoðandi er kjörinn á þingfundi.

Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Þorgeir Örlygsson, fv. forseti Hæstaréttar, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Katrín S. Óladóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og framkvæmdastjóri Hagvangs, og Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.

Undirnefnd forsætisnefndar og ráðgjafarnefndin starfa samkvæmt reglum sem forsætisnefnd hefur sett um gerð tillögu við kosningu ríkisendurskoðanda og umboðsmanns Alþingis.