Tilkynningar

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa

4.10.2021

Í samræmi við 3. mgr. 1. gr. þingskapa hefur starfandi forseti Alþingis falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi. Nefndarmenn eru tilnefndir af þingflokkunum.

Skipað er í nefndina á grundvelli hlutfallsreglu 82. gr. þingskapa, þ.e. beitt er þeirri aðferð sem er kennd er við d'Hondt. Þingflokkum sem þannig fá ekki fulltrúa í nefndina er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa. Jafnframt skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast.

Í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa eiga sæti (raðað eftir hlutatölu flokka):

  • Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki,
  • Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki,
  • Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði,
  • Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki,
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu,
  • Inga Sæland, Fólki flokksins,
  • Björn Leví Gunnarsson, Pírötum,
  • Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki.


Þá hefur Viðreisn tilnefnt Hönnu Katrínu Friðriksson sem áheyrnarfulltrúa. Tilnefning áheyrnarfulltrúa hefur ekki borist frá þingflokki Miðflokksins.