Tilkynningar

Utanríkismálanefnd heimsækir Eistland og Finnland 16.–19. maí

18.5.2022

Utanríkismálanefnd Alþingis átti í dag fundi með utanríkismálanefnd finnska þingsins og Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, í Helsinki. Á fundunum var einkum fjallað um umsókn Finna um aðild að NATO og breytt öryggisumhverfi í Evrópu í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Í Helsinki mun nefndin einnig kynna sér öndvegissetur um fjölþáttaógnir.

Í gær heimsótti utanríkismálanefnd Tallinn og fundaði m.a. með utanríkismálanefnd eistneska þingsins og Evu-Mariu Liimets, utanríkisráðherra Eistlands, auk þess að kynna sér öndvegissetur NATO um netvarnir.

20220518_133628_resized_1

Nefndarmenn úr utanríkismálanefndum Alþingis og finnska þingsins.

Helsinki-ut-2-Utanríkismálanefnd ásamt Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, og Elínu Flygenring, sendiherra Íslands í Finnlandi.