Nýbygging á Alþingisreit

Útboð nýbyggingar á Alþingisreit

29.6.2020

Útboð þriðja áfanga nýbyggingar á Alþingisreit hefur verið auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Um er að ræða byggingu sjálfs hússins en áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir hefjist í september. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023.

Í byggingunni verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstaða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda og vinnuaðstaða fyrir starfsfólk nefndanna. Öll þessi aðstaða er nú í leiguhúsnæði. Þá er gert ráð fyrir mötuneyti í nýbyggingunni.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með byggingaframkvæmdunum en arkitektar Studio Granda hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í hönnunarsamkeppni sem haldin var árið 2016.

Nybygging