Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 18/140.

Þingskjal 1234  —  583. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     2.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana.
     3.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     4.      Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 frá 12. júní 2009.
     5.      Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. P1, U1 og U2 frá 12. júní 2009.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 2012.