Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 458. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 17/141.

Þingskjal 1222  —  458. mál.


Þingsályktun

um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014.


    Alþingi ályktar, sbr. 3. mgr. 5. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, með síðari breytingum, að eftirfarandi framkvæmdaáætlun í barnavernd skuli gilda fyrir árið 2013 og fram til sveitarstjórnarkosninga árið 2014.

1.    Inngangur.
    Velferðarráðherra og Barnaverndarstofa skulu vinna samkvæmt þeirri framkvæmdaáætlun sem hér er sett fram með það að markmiði að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega og árangursríka aðstoð. Í því augnamiði skulu ráðuneytið og Barnaverndarstofa hafa eftirtalin fimm meginmarkmið að leiðarljósi:
     1.      Að efla barnaverndarstarf á vegum velferðarráðuneytisins.
     2.      Að efla barnaverndarstarf á vegum Barnaverndarstofu.
     3.      Að efla þjónustu Barnaverndarstofu.
     4.      Að bæta hæfni, getu og þekkingu starfsfólks Barnaverndarstofu og þeirra sem starfa á vegum stofnunarinnar.
     5.      Að hámarka nýtingu fjármuna sem lagðir eru til stofnunarinnar.
    Áætlunin skiptist niður í eftirfarandi þætti:

2.    Aðgerðir til eflingar barnaverndarstarfi á vegum velferðarráðuneytis.
    Til að efla barnaverndarstarf á vegum velferðarráðuneytisins skal unnið að því að tryggja nauðsynlegt fjármagn til málaflokksins, að velferðarráðuneytið og Barnaverndarstofa vinni reglubundið að þróun löggjafar á sviði barnaverndar og málaflokksins í heild og að því að tryggja samráð og samvinnu við önnur ráðuneyti sem sinna málefnum barna.

3.    Aðgerðir til eflingar barnaverndarstarfi á vegum Barnaverndarstofu.
    Til að efla barnaverndarstarf skal Barnaverndarstofa vinna að því að greina úrlausnarefni á málefnasviðinu, fylgjast með þróun málaflokksins og leggja reglubundið fram tillögur til endurbóta við velferðarráðuneytið og taka þátt í framkvæmd þeirra. Í tengslum við þetta er stefnt að því að vinna að eftirfarandi verkefnum:

3.1     Ráðgjöf, fræðsla og rannsóknir.
3.1.1     Ráðgjöf.
3.1.2     Fræðsla og samráð við starfsfólk og kjörna fulltrúa barnaverndarnefnda.
3.1.3     Viðhald og efling þekkingar.
3.1.4     Rannsóknir og greining.
3.1.5     Starfsdagar, málþing og ráðstefnur.

3.2     Efling þjónustu og verklags.
3.2.1     Þróun meðferðarúrræða.
3.2.2     Bætt bráða- og heilbrigðisþjónusta.
3.2.3     Ný meðferðarstofnun fyrir unglinga í alvarlegum vímuefna- og afbrotavanda.
3.2.4     Endurskoðun fósturs og sérúrræða.
3.2.5     Foreldrafærniþjálfun og samhæfing þjónustuúrræða á heimavelli.
3.2.6     Aukin þjónusta Barnahúss og meðferð vegna óviðeigandi kynhegðunar.
3.2.7     Yfirfærsla vistheimila sveitarfélaga til ríkisins.
3.2.8     Eftirlit.
3.2.9     Skráning upplýsinga.

3.3     Tilraunaverkefni.
3.3.1     Meðferð tilkynninga um heimilisofbeldi.
3.3.2     Hópmeðferð fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi eða eru beitt líkamlegu ofbeldi.
3.3.3     Aukin þátttaka barna og foreldra við gerð áætlana í barnaverndarmálum.
3.3.4    Bætt verklag í vinnslu barnaverndarmála með innleiðingu kerfisbundinnar greiningar við könnun mála í barnavernd.
3.3.5     Viðbragðsteymi vegna dauðsfalla barna.

3.4     Innlent samstarf.
3.4.1     Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd.
3.4.2     Samstarf við Neyðarlínuna 112.
3.4.3     Samstarf við félagasamtök.
3.4.4     Náum áttum.
3.4.5     Velferðarvaktin.
3.4.6     Háskóli Íslands.

3.5     Erlent samstarf.
3.5.1    Sérfræðingahópur Eystrasaltsráðsins vegna barna í áhættu (Expert Group for Cooperation on Children at Risk – EGCC).
3.5.2     Samstarf barnahúsa á Norðurlöndunum.
3.5.3     Innleiðing barnahúsa í Evrópu.
3.5.4     Norræn barnaverndarráðstefna (NBK).

4.     Eftirfylgni Alþingis.
    Velferðarráðuneytið skal á hverju vorþingi frá samþykkt þingsályktunar þessarar gera velferðarnefnd Alþingis grein fyrir framgangi framkvæmdaáætlunarinnar á undangengnu ári á fundi nefndarinnar.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2013.