Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 13. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1134  —  13. mál.

2. umræða.


Framhaldsnefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944, með síðari breytingum (notkun fánans).

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið að nýju en það hefur ekki komið til 2. umræðu í þingsal.
    Nefndin telur að þegar litið er til þess stutta tíma sem eftir er af yfirstandandi þingi samkvæmt starfsáætlun sé fyrirséð að frumvarpið verði ekki að lögum. Nefndin telur þó að mikill áhugi sé á málinu hjá hagsmunaaðilum, m.a. í ferðaþjónustu og framleiðslugreinum og því mikilvægt að unnið verði áfram að málinu á næstu mánuðum, sbr. umfjöllun í fyrra nefndaráliti (þskj. 916). 1
    Nefndin leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Brynhildur Pétursdóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. maí 2014.

Ögmundur Jónasson,
form.
Sigrún Magnúsdóttir,
frsm.
Brynjar Níelsson.
Birgitta Jónsdóttir. Karl Garðarsson. Pétur H. Blöndal.
Willum Þór Þórsson.

Neðanmálsgrein: 1
1     www.althingi.is/altext/143/s/0916.html