Ferill 791. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 50/149.

Þingskjal 2067  —  791. mál.


Þingsályktun

um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.


    Alþingi ályktar að við A-lið, Almenn atriði er varða uppbyggingu flutningskerfis raforku, í þingsályktun nr. 26/148 bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands um sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Skal það samþykki liggja fyrir áður en framkvæmdir sem varða slíka tengingu geta farið á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Til grundvallar ákvörðun um tengingu með sæstreng skal liggja heildstætt mat á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar og framkvæmda vegna hennar.

Samþykkt á Alþingi 2. september 2019.