Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 486  —  275. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristin F. Árnason og Ögmund Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu sem undirritaður var í Jakarta 16. desember 2018.
    Í greinargerð með tillögunni kemur fram að samningurinn tryggi Íslandi víðtækan tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir allar helstu útflutningsvörur Íslands. Í samningnum er m.a. kveðið á um vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, fjárfestingar, verndun hugverkaréttinda, opinber innkaup, samkeppni, viðskipti og sjálfbæra þróun, auk hefðbundinna ákvæða um sameiginlega nefnd og lausn deilumála.
    Þá kemur fram í greinargerð að útflutningur frá Íslandi til Indónesíu nam 175 millj. kr. á árinu 2018. Er þar aðallega um að ræða útflutning á sjávarafurðum. Innflutningur frá Indónesíu sama ár nam 1.274 millj. kr. Er þar að mestu um að ræða innflutning á raftækjum, skóm og fatnaði. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt selt tækniþekkingu á sviði jarðvarma í Indónesíu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. nóvember 2019.

Sigríður Á. Andersen,
form.
Smári McCarthy,
frsm.
Ari Trausti Guðmundsson.
Bryndís Haraldsdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson. Silja Dögg Gunnarsdóttir.