Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 17/150.

Þingskjal 765  —  22. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að þunglyndi eldri borgara verði sérstaklega rannsakað og umfang þess metið. Skal heilbrigðisráðherra skipa nefnd sem hefur þetta hlutverk en mun einnig kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að koma í veg fyrir þunglyndi meðal eldri borgara. Þá skal nefndin sérstaklega kanna tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum.
    Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður nefndarinnar á vorþingi 2021.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2019.